|
Myndir / Photos
|
14/10/2002 Hérna eru nokkrar myndir úr ferðinni okkar í Aurdal um helgina. Bærinn Aurdal liggur í fallegum dal um 170 km frá Osló (sjá kort) og á fjallinu fyrir ofan hann er lítið skíðasvæði og sumarhúsabyggð (hytter). Skíðasvæðið er í um 1000 m.y.s. og það snjóaði alla helgina svo við höfðum smá áhyggjur af að komast ekki til baka. Landslagið minnti okkur dálítið á Ísland, en allur trjágróðurinn breytir samt miklu. Aurdal er víst sá staður í Noregi þar sem skógur vex hæst. (English) Below are a few pictures from our trip to Aurdal last weekend. Aurdal is a small village approx. 170 km from Oslo (see map), and on the moutain above there is a nice little skiing area and some cabins (hytter). The cabins are located about 1000 m.a.s. and we had a lot of snow during the weekend. Margrét! sækir eldivið í hjólbörum. Stefán reynir að kveikja upp í kamínunni. Göngutúr um nágrennið, gengum á fjallið Fjellenden í blíðskaparveðri á laugardag. Það snjóaði heilmikið á sunnudag. Takið eftir jólatrénu á myndinni hér að neðan, það virðist hálf þreytt á allri snjókomunni. Myndir af fjallaþorpinu í ljósaskiptunum á sunnudag. Fleiri myndir úr ljósaskiptunum. Á leiðinni heim, síðasta myndin er tekin í Aurdal þorpinu. Skódinn stóð sig frábærlega, en við keyptum nú samt keðjur til öryggis :-) |